Eitthvað klukk dæmi í gangi...
og ég á víst að gefa upp 8 staðreyndir um mig að beiðni/klukki Magnþóru.
1. Ég vinn um 85 klst á viku þetta sumarið
2. Golfararnir "mínir" færðu mér utanlandsferð sem þakkir fyrir vel heppnað meistaramót
3. Ég sakna Kærustunnar og Ljúfu ótrúlega mikið
4. Ég "skírði" alla kálfana hans afa ásamt Gumma frænda þegar ég var lítil, afa til lítillar ánægju enda var fjósið á floti!
5. Ég hef í gegnum tíðina verið með appelsínugult, grænt, rautt, brúnt og ljóst hár
6. Mér finnst fuglar ógeðslegir (nema dauðir kjúklingar ég borða þá með bestu lyst)
7. Bridget Jones er uppáhalds bóka/kvikmyndapersónan mín
8. Ég fékk nýlega rosaleg fiðrildi í magann sem vilja ekki fara...
1. Ég vinn um 85 klst á viku þetta sumarið
2. Golfararnir "mínir" færðu mér utanlandsferð sem þakkir fyrir vel heppnað meistaramót
3. Ég sakna Kærustunnar og Ljúfu ótrúlega mikið
4. Ég "skírði" alla kálfana hans afa ásamt Gumma frænda þegar ég var lítil, afa til lítillar ánægju enda var fjósið á floti!
5. Ég hef í gegnum tíðina verið með appelsínugult, grænt, rautt, brúnt og ljóst hár
6. Mér finnst fuglar ógeðslegir (nema dauðir kjúklingar ég borða þá með bestu lyst)
7. Bridget Jones er uppáhalds bóka/kvikmyndapersónan mín
8. Ég fékk nýlega rosaleg fiðrildi í magann sem vilja ekki fara...