föstudagur, janúar 27, 2006

hér er skóli um skóla frá skóla til skóla...

úff, ég var að opna skólabók í gær og fékk næstum taugaáfall, ómægod!
Bókin er full af stöfum og tölustöfum sem dansa!
Ég meinaða, stafirnir dansa þegar bókin er opnuð, hver á að geta skilið svona lagað?
Karlinn minn var reyndar búinn að vara mig við, sagði að ef ég kæmist í gegnum fyrstu 30 síðurnar þá væri þetta í lagi eftir það! Nokkur hugtök og fræðiorð sem þarf að læra til að skilja restina. Ég verð víst að ná tökum á þessum dansfíflum og kenna þeim hvernig á að haga sér!

Annars gegnur allt sinn vana gang hjá okkur í þorpinu. Börnin í skóla, ég í skóla, karlinn í vinnu... svo eru líka leikæfingar, dansæfingar, tónlistaræfingar, fótboltaæfingar, fundir ofl. sem við getum dundað okkur við, svona til að leiðast ekki.
Ætlum líka að skella okkur á þorrablót um næstu helgi, virðist vera komin hefð hjá mér að fara bara annað hvert ár.
Svona í lokin þá bæti ég við að það var rosalega gaman í ömmuleik síðustu helgi (fékk skammir fyrir að blogga það ekki!) Ekki samt skilja það sem svo að mig vanti að verða alvöru amma strax! það má alveg bíða í ca 8 ár í viðbót (þá næ ég að verða fertug, hehe)

mánudagur, janúar 23, 2006

smá meira fyrir Magnþóru...en þú mátt líka

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt!

Alltaf gaman að leika sér.

föstudagur, janúar 20, 2006

Hver er tilgangurinn...

með að veita fólki þá hamingju að eignast barn ef ætlunin er að hrifsa það af þeim fljótlega aftur?
Vinkona mín eignaðist yndislega stúlku fyrir 7 mánuðum síðan, allt gekk vel þar til 5. desember sl. þá veiktist litla krílið og hefur verið sofandi síðan. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með sögu hennar og hversu duglegir foreldrarnir eru að halda í vonina og jákvæðnina. Læknarnir finna ekki út hvað er að og því síður hvað er hægt að gera! Nútíma læknavísindi eru víst ekki eins þróuð og maður hélt. En það er erfitt að eiga langveikt barn og viljum reyna að leggja okkar af mörkum til að létta foreldrunum tilveruna þessa dagana, með bænum og fjárhagsaðstoð. Ef þú ert aflögufær vinsamlega leggðu góðu málefni lið. Númerið er 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889. Endilega kynntu þér sögu Bryndísar Evu Hjörleifsdóttur

mánudagur, janúar 16, 2006

Loksins kominn mánudagur...

syni mínum til mikillar gleði. Hann er búinn að spyrja daglega í heila viku hvenær komi mánudagur. Mánudagar eru uppáhalds dagarnir mínir mamma, segir hann. Þá er fótboltaæfing og ég er aðal kappinn! bætir hann svo við. Ekki vantar sjálfsálitið í drenginn, enda gullpungur! Garðar þjálfari á mikið hrós skilið fyrir hversu vel honum tekst að hafa stjórn á 4-5 ára grislingum og það með 20+ stk í einu!
Ég væri alveg til í að hafa mánudaga alla daga þegar líður að kvöldmat því drengurinn kemur heim af æfingu, fer í bað, borðar og er svo sofnaður! Kannski ekki skrýtið þar sem æfingin er ekki fyrr en kl 17. þannig að dagurinn er búinn að vera langur og strangur.
Mér fannst ótrúlega gaman að fylgjast með æfingunni áðan (í fyrsta sinn, pabbinn fór síðast) og sjá hversu duglegur guttinn er að hlaupa og sparka og allt það! Ekki nokkur leið að sjá að eitthvað hafi verið að fótunum hans. Hann verður nú aldrei afreksmaður í fótbolta sagði doktorinn víst einhvern tíma, við skulum nú sjá til með það! Hann lætur nú ekki stöðva sig svo auðveldlega þessi elska... eða eins og vinkona mín orðaði það á æfingunni áðan: hann er kraftaverka barn!
Nú er ég sennilega búin að monta mig nóg í bili.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Smá fyrir Magnþóru...en þú mátt líka...

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Ég er svo montin...

því bráðum verð ég móðursystir! titill sem ég hef beðið eftir :=) Ég er komin með titilinn föðursystir og líka yndislegan titil sem hefur sérstaka þýðingu fyrir mig FRÆNKA!
já það eru því miður ekki allir eins heppnir og ég, að eiga stóra fjölskyldu, 5-7 systkini eftir því hvernig litið er á málið, 4 börn, 4 foreldra, 2-3 systkinabörn (aftur, spurning um álit) og nú LOKSINS er systir mín þunguð! Vona bara að allt gangi vel... en það er svo langt, svo langt að bíða... krílið ekki væntanlegt fyrr en í sumar! úff, púff... bið er nú ekki mín sterkasta hlið!
En ég hef þó allavega nokkra mánuði til að ákveða hvernig ég ætla að spilla litla krílinu (forðast að spilla mínum börnum svo þau verði ekki óþekk).
Til hamingju með kúlubúann !

En hvaða systir er þunguð ? það er fyrir mig að vita og þig að geta, ég á jú 4-5 systur (eftir því hvernig á málið er litið)

Já og gettu nú - hmm, ekki kjafta strax frá ef ég er búin að kjafta í þig ;=) !
og ekki heldur ef þú er hýsill kúlubúans!

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Snilldar bókin

FISH! eða Fiskur er frábær!
Ég skrapp á bókasafn þorpsins í gær til að ná mér í einhverjar bækur, búin að lesa þær sem voru í jólapökkunum í ár. Nema Harry Potter(finnst hann leiðinlegur) og Eragon(Árni enn að lesa hana). Nema hvað bókin fiskur varð fyrir valinu ásamt fleirum.
Ég mæli með því að allir lesi þessa bók, hún er frábær... nú má Brian minn Tracy fara að passa sig svo hann falli ekki af stalli mínum ;=) bókin byrjar á setningunni: Veldu þér viðhorf!
Mæli með að þið lesið þessa bók öll sem dettið inn á þessa síðu.
Hlakka svo til að lesa bókina aftur og tileinka mér það sem í henni er.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Nýtt ár hafið

og í dag á Guðný frænka afmæli, til hamingju með það.
Áramótin voru æðisleg og stefni ég að því að hafa þau svona aftur í lok ársins 2006. Við hjónin lengdum áramótin okkar á skemmtilegan hátt með því að bjóða vinahjónum okkar í osta,rautt, bjór og spil þann 30.des... bara frábært kvöld. Á sjálfan gamlárs vorum við svo í rólegheitum með börnunum og ekkert áfengisvesen þá... fengum okkur smá rauðvín hjá frænda eftir að hafa sprengt nokkrar búmm,búmm. Róleg og góð áramót það.
Nú er framundan að snúa sólahringnum við aftur og reyna að vekja börnin í skólann í fyrramálið! Ó, hvað ég hlakka ekki til, smá plús samt að ég get farið aftur að sofa! hehe.
Óska öllum gleðilegs árs!