að kvarta yfir flensu hjá börnunum mínum. Ég á fjögur heilbrigð börn, sem blessunarlega hafa verið heilsuhraust. En einhvernveginn er maður alltaf tilbúin að kvarta og kveina ef lífið er ekki alveg eins og manni hentar.
Eftir að hafa lesið og fylgst með bloggi hjá kunningjakonu minni þá er ekki laust við að maður fái samviskubit yfir þessu tuði og finnist það hálf aulalegt að kvarta!
Hún og maður hennar eignuðust sitt fyrsta
barn í maí 2005 og hafa verið með prinsessuna á sjúkrahúsi síðan í desember þar sem blessað barnið hefur mátt berjast fyrir lífi sínu af öllum lífs og sálarkröftum. Foreldrarnir standa sig eins og hetjur og fá kraft á einhvern undraverðan hátt. Í gær kom svo í ljós "að öllum líkindum er barnið með efnaskiptasjúkdóm sem ekki er hægt að lækna". Ég vona svo innilega að læknarnir hafi rangt fyrir sér í þetta sinn!
Svo er ein vinkona mín og maður hennar að reyna að eignast barn, hafa reynt í mörg ár en ekki gengið. Nú er hún búin að fara í glasafrjóvgun og situr og bíður eftir niðurstöðum!
Í báðum þessum tilfellum er um yndislegar manneskjur að ræða sem eiga svo sannarlega skilið að lífið gangi þeim í hag, hafa svo virkilega lagt sitt af mörkum til að gera þennan heim að betri heimi. Á meðan þessar konur berjast fyrir börnum heyrir maður fréttir af því að framkvæmdar séu hundruðir fóstureyðinga á ári, og unglingar noti neyðarpilluna í stað smokka! Hvað er eiginlega að í þessu þjóðfélagi okkar?
Ég þakka mínu sæla fyrir að eiga heilbrigð börn og biðst afsökunar á að hafa kvartað yfir ómerkilegum hlut eins og flensu, kvefi og gubbupest! Þökkum heldur fyrir að ekki er um stærri vandamál að ræða...
elsku vinkonur ég óska ykkur alls hins besta á komandi mánuðum og krosslegg fingur og leggst á bæn um að allt fari á besta veg hjá ykkur báðum!