mánudagur, apríl 30, 2007

Ég er svo montin af mágkonu minni...

enda varð hún íslandsmeistari í gær... til hamingju með árangurinn.

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Tíminn líður hratt...

í dag eru 34 ár síðan frumburður mömmu kom í heiminn.

mánudagur, apríl 16, 2007

Engar áhyggjur...

ég hef það fínt. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef það gott, vegna fjölda símhringinga sem mér hafa borist síðustu daga, þar sem fólk er að hafa áhyggjur af andlegri líðan og geðheilsu minni, (gott að vita að ykkur er ekki sama). Ég er bara í ágætis málum eins og er.
Ekki hafa áhyggjur þó ekki birtist blogg á næstu dögum - ég er að byrja í prófum og lokaverkefni í skólanum, opna skálann og koma öllu í stand þar og svo er allt á fullu vegna frumsýningarinnar á sunnudaginn hjá leikfjelaginu, fjölskylduleikhúsferð á laugardag og svo er karlinn á leið til Búdapest vegna vinnunnar. Ég sé því ekki fram á mikinn tíma næstu viku eða svo til að sinna bloggi eða öðrum upplýsingaleiðum (ykkur er velkomið að hringja í gemsann).

"Ef þú hefur stjórn á breytingunum, nærðu óhjákvæmilega betri árangri en ef þú hefur hana ekki". B.Tracy

laugardagur, apríl 14, 2007

Stjörnuspá dagsins

Það munu verða róttækar breytingar á vinnuaðferðum þínum. Þú átt eftir að koma sumum, sem höfðu gert upp hug sinn varðandi þig, mjög á óvart. Mundu eftir barninu í sjálfum þér.

föstudagur, apríl 13, 2007

Pirringur...

í öllum líkamanum er að gera mig klikk! Ég get ekki sofið almennilega, hef síðstu 4 nætur náð að sofna um sex og sofið til níu, þá er ég vöknuð en samt ekki. Það er alveg sama hversu þreytt ég er, um leið og ég leggst útaf er ég glaðvöknuð... hundfúlt. Það er einhvernveginn eins og það sé rafstraumur í öllum líkamanum á mér, sem ég get ekki losnað við. Er búin að prófa ýmislegt en ekkert virðist duga, heitt bað - virkar ekki, slökunarjóga - virkar ekki, brjálæðiskast - virkar ekki, göngutúr - virkar ekki, leiðinleg kvikmynd - virkar ekki, berja fartölvu - virkar ekki. Veit ekki alveg hvað ég get prófað fleira en er að fara í próf á morgun (tek fram að ég er ekki stressuð). Ég nenni ekki neinu enda er ég eiginlega orkulaus - en langar að gera helling. Spurning með að komast í frí eftir þetta páskafrí - það fór bara alveg með mig!

sunnudagur, apríl 08, 2007

Ferðadagur...

í dag... við fórum í borg óttans og heimsóttum mömmu og tengdamömmu. Áttum mjög góðan dag, ótrúlega langt síðan við höfum heimsótt foreldrahús... vorum að skríða heim um miðnætti, því næst elsta dóttla fór í "smá bíltúr" með afa, í Staðarskála til að koma Helgu frænku áleiðis heim. Þegar heim var komið vildi sonurinn fá sína kvöldsögu þó hann gæti vart haldið augunum opnum - ég las því fyrir hann úr bókinni Sögur og ævintýri Astrid Lindgren, spurning hvort blessað barnið getur sofnað því sagan var um Maddit og Abba vin hennar, sem kynnir hana fyrir draugum. Augun lokuðust alla vega ekki á meðan lestrinum stóð eins og venja er!

Nú ætla ég að koma mér í háttinn svo ég geti vaknað til að elda páskamatinn, það væri verra ef tengdapabbi kæmi að öllum sofandi í kofanum... svo þarf páskakanínan auðvitað að komast að til að fela páskaeggin- eins gott að þvælast ekki fyrir henni, enda gengur hún mun betur um en Skyrgámur (sem skildi eftir skyrslettur á eldhúsgólfinu mínu og sleif í stofuglugganum).

Óska ykkur gleðilegra páska og passið að eta ekki yfir ykkur af súkkulaði - ég ætla að vera góða stúlkan og sleppa því að borða heilt egg - bara fá "smá smakk" hjá hinum, ég er jú með ofnæmi fyrir þessu drasli- fjárinn að vera svona gallaður!

fimmtudagur, apríl 05, 2007

til að missa ekki...

kærustuna hefur hún nú verið færð efst í snilldarbloggara!

Eins gott að hún sé sátt við mig núna, og vonandi fer Ljúfa ekki í fýlu að hrapa í annað sætið!

Takk fyrir frábært kvöld elskurnar (þær eru í rituðum orðum á pallinum mínum að anda að sér "ferska loftinu" sem pabbi ásamt öðrum dælir hér yfir okkur. (Enda bara hollt að éta og anda að sér lýsi).

um humm

lífið er gott.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

fleiri svona daga....

því í dag hef ég ekki gert neitt annað en að spjalla við vinkonurnar og dúlla mér. Ljúfa er komin í frí til Íslands og Emil fékk að vera hjá mér smá stund í dag (svaf allan tímann), enda gott að fá lýsi svona beint í nefið.

Á sunnudaginn fórum við í "dalinn" og vildi svo óheppilega til að nýi tengdasonurinn var laminn í höfuðið með golfkylfu af gullpungnum! (það skal tekið fram að þetta var alveg óvart). Sem betur fer slapp hann við stórmeiðsli, en sálartetrið í kaffikellu er ekki búið að jafna sig alveg! Það eru aldeilis móttökur sem menn fá í þessari fjölskyldu...

Ég er að spá í að skreppa aðeins út úr húsi og athuga hvað er að frétta í næstugötu, svo erum við vinkonurnar að fara út að borða saman á morgun- ÉG hlakka til!