föstudagur, maí 27, 2005

Hvað er í gangi ?

Er loksins að jafna mig eftir Júróvísíón, hvað er í gangi? Norsarar bara ekki að meika það! þetta er hneyksli. Ég er alveg á því að Botnleðja eigi að fara næst eða þá að við sendum eitthvert stelpugrey hálfnakið... það virðist vera í tísku að sýna hversu vel dömurnar eru kantskornar!
Talandi um kantskurð, ég er alveg komin með ógeð á þessum garði mínum, það eru endalaus beð til að kantskera. Annars eru þeir nú yndislegir hérna í bæjarvinnunni, koma bara og sækja torfið og moldina sem ég var búin að hrúga í innkeyrsluna hjá mér! Ég þurfti ekki einu sinni að byðja um þetta :=) Bara flottir karlar.

Á morgun er næsta partý - ENJO liðið ætlar að hittast í mat og drykk hjá Sólrúnu minni í M0só. Aldrei að vita nema við skellum okkur svo í sundlaugina sem hún hefur í garðinum! Alltaf flottir á því þarna í M0só.

Ég byrjaði að vinna í Golfskála Þorlákshafnar á miðvikudaginn og verð þar eitt kvöld í viku og eitthvað um helgar. Ágætis djobb, stundum lítið að gera og þá prjónar maður á launum og stundum brjálað að gera og þá er maður bara búinn á því þegar heim er komið.
Skrýtinn þjóðflokkur þessir golfarar! Vilja flottan völl, fá hann og þá er hann of erfiður, of langur, of of of ..... en samt skemmtilegur ? Er ekki alveg að skilja þetta, enda ekki golfari sjálf.... samt gaman að hitta fólkið og gefa því að eta, það getur sko etið!

þriðjudagur, maí 17, 2005

partý partý

Skóla lokið og partýin að taka við.... nú er bara að skemmta sér í sumar!
Eurovision- partý þegar 16-arnir koma og djamma með okkur 20-unum og síaminn hennar Ragnheiðar kemur að gista...rosa stuð... stríð á heimilinu milli Dana og Norsara...
SELMA Hver ?

ENJO - sundlaugapartý í Mosó, alltaf stuð og þar sem þessi hópur hittist.....spurning hvort að einhverjir Patreksfirðingar verða til að hrella Siggu mína Páls.....

Síðan er ættingjapartý og sjómannadagsball, í byrjun júní og tjaldborgarstemming í garðinum hjá mér..... ef veður leyfir og ættingjar treysta sér til ...... gætu að vísu kafnað í mosa..... nei annars er búin að mosatæta og þá var bara ekkert gras eftir...næstum..... fínt að láta tjalda og traðka á mosanum, þarf svo að fá mér maðka og grasfræ - það á víst að vera svakalega hollt og gott fyrir grasið, skilst mér á grasafræðingum. Ef einhver veit betri ráð gegn mosa eru allar ábendingar vel þegnar.

föstudagur, maí 13, 2005

loksins

Loksins búin í skólanum ! Nú verður maður bara að bíða með krosslagða fingur og vona að kennararnir skilji hvað ég er rosalega klár! Annars var sálfræðiprófið frekar erfitt og snúið í gær, ég vildi nú helst senda Þórð kennara á íslenskunámskeið áður en hann fær að skrifa fleiri próf. Vá, mar! Liðið sem var með mér í prófinu var einmitt að velta því fyrir sér hvað við hefðum gert greyinu í vetur, það er ekki eins og við höfum verið óþekkir nemendur, mættum aldrei í tíma hjá honum! (enda fjarskólanemar)
Nú hlakka ég bara til að fara í vinnuna mína og hitta fólk á nýjan leik....... svo er líka að koma sumar og þá getur maður laggst út í garð og haft það næs með moldarkaffið góða. Aldrei að vita nema prjónarnir fái að fljóta með. Kannski ég fari líka að sinna vinum og ættingjum, hef fengið einhverjar kvartanir um að ég komi aldrei í heimsókn lengur, og það þýði ekkert að heimsækja mig nema panta tíma! Kannski maður kippi þessu í lag og leggist í heimsóknir um helgina.

þriðjudagur, maí 10, 2005

"litla" prinsessan á afmæli í dag

jæja nú eru liðin 9 ár frá því að yngsta dóttirin kom í heiminn. Vá hvað tíminn er fljótur að líða! Börnin að verða fullorðin og gamla konan situr við tölvuna um miðja nótt og skrifa ritgerð um þunglyndi! Rosalega verð ég fegin á fimmtudaginn, því þá er ég komin í sumarfrí frá skólanum:=) "ég hlakka svo til" en þangað til á ég eftir að halda barnaafmæli síðar í dag (ég á eftir að fara að sofa samt), mæta á fund kl 10:00 í Hafnarfirðinum, klára ritgerð, taka heimapróf og lokapróf.... svo ef það heyrist eitthvað lítið frá mér fram á fimmtudag þá er ég annað hvort að læra eða orðin endanlega klikk! (vonandi það fyrra) Mér er nú farið að lítast betur og betur á hugmynd mína að fá heimilishjálp...er að drukkna í dóti út um allt og hef engan tíma (eða nennu) til að taka til :=/
Nú held ég að ég fari að sofa svo að ritgerðin mín verði með smá vitrænu ívafi á morgun(eftir)

sunnudagur, maí 08, 2005

ammæli

Afmælið yfirstaðið og allir sælir og glaðir.
Sól hélt tískusýningu í gær, þvílík skutla í öllum nýju fötunum, með belti og skó og allan pakkann í stíl. Rosalega bleik !
Gerði þessa líka góðu fiskisúpu og bauð liðinu ásamt brauði og kökum..... fljótleg og þægileg leið til að redda afmæli.... takk fyrir hugmyndina Magnþóra (hún hefur Kjötsúpuafmæli) algjör snilld.
Sorry Magnþóra mín, ég var búin að gleyma að þú borðaðir ekki sjávardýr....

miðvikudagur, maí 04, 2005

Danmörk jeah again

Nú er karlinn búinn að liggja yfir netinu og skoða skóla og skóla og aftur skóla, alltaf þann sama. Fann einn í Slagelse sem honum líst svona líka vel á. Námið sem sérsniðið fyrir hann! akkurat það sem hann vill læra! Nú er bara að kanna aðstæður og hvort að skólinn vill taka við honum :=)
Farið að vera svolítið spennandi.......
minnsta "siss" hélt að ég væri að djóka með að fara til Danmerkur :=/ neibbs er að spá í alvöru dúllan mín :=)

Afmæli Snæfríðar Sólar framundan og samræmdu prófin hjá Ragnheiði.... jibbíííí, annars fór Ragnheiður í atvinnuviðtal í Hveragerði áðan og byrjar að vinna á sunnudaginn í sjoppu-ís-video. Það verður semsagt stuð hjá mér í sumar að rúnta með hana fram og til baka. Svona er nú þegar enginn fiskur er í boði, annars erum við á því að hún verði orðin tvö tonn þegar sumarið er búið því hún er svo mikil "ískella"....... kannski hún verði bara að hjóla í vinnuna :=/ ekki víst að henni finnst það spennandi kostur........

þriðjudagur, maí 03, 2005

próf og æla, viltu pæla

Loksins þegar ég ætlaði að drífa mig í vinnuna í gær tók ég upp á því að æla ! ojojojojoj ekkert smá fúlt. Nennti ekki einu sinni að lesa fyrir prófið eða neitt, lá bara í sófanum með sæng og hálf frosin. jibbíí ! Er þó ögn hressari núna - get drukkið kaffi og allt ! skelli mér svo í próf kl 16 í dag. Hvurslags tímasetning er þetta eiginlega ? ömurlegt, eyðileggur allan daginn! Ég vil bara hafa prófin kl 14 eins og síðast, ónei, einhverjir fóru að væla yfir að þurfa að fá frí í vinnunni frá 13:30 - 15:30 ! Er eitthvað skárra að fá frí frá 15:30 og út daginn ? Ég bara spyr, kann ekki á svona dæmi lengur :=/
Ég sem ætlaði að fara á fund í Grunnskólanum kl 18 um Eineltismál. Var byrjað í vetur að starfa eftir Olweus áætlun, könnun meðal nemenda skilar ekki góðum niðurstöðum, skildist mér á börnunum sem komu með skoðanir kennara heim. (maður fréttir ýmislegt) Nú langar mig á fundinn og heyra hvað verður sagt og gert. Verð þá annaðhvort að flýta mér í prófinu eða koma of seint á fundinn. (tekur smá tíma að komast heim úr Reykjavíkinni á "Auglýsingunni") Ótrúlegt hvað allt þarf að safnast á sömu dagana hjá manni. Nú ætla ég að halda aðeins áfram að læra og fá mér meira kaffi..... keypti eitthvað nýtt kaffi sem á að vera með einhverju voða fínu "jarðar" eitthvað..... mér var svo sagt að það þýddi "MOLDARBRAGÐ" hljómar ekki girnilegt en er rosalega fínt. Kannski ég gefi einhverjum með mér!!!

mánudagur, maí 02, 2005

skóli smóli

Ég er alveg að klára skólann... próf á morgun og svo 12.maí.... þá er þessu lokið í bili.
Sit núna og bíð eftir að kaffikannan sé búin að hella á svo ég sofni ekki algerlega ofan í bókina. Enska er ágæt en "kræst" er ekki hægt að hafa smá fjör í þessu skólaefni. Ég hefði auðvitað átt að læra eitthvað um helgina en nennti því ekki. Enda nóg annað að gera.
Fór í sextugafmælið á föstudag og frændi svona líka lukkulegur með húfuna sem ég prjónaði... hélt meira að segja að ég væri að prjóna og selja! Nei það vantar nú allt viðskiptavit á þeim slóðum. (prjónaslóðum)
Á laugardaginn fórum við í RETRO í Smáranum,
Vááááááááá, ég hélt að auðmingja karlinn minn mundi deyja: "ein peysa á 11.000 kr" "þetta er rán !" "Ég hef verið hafður að fífli" "þetta er að láta taka sig í rassgatið" voru setningar sem glumdu á okkur stelpunum. En sjáið til það var hann sem bauð okkur þangað til að kaupa föt...... ég reyndi að segja honum hvað stæði á verðmiðum í þessari verslun áður en við fórum af stað..... hann hefur sennilega ekki trúað mér!
Á sunnudag var svo 2ja ára afmæli hjá Þrúði Sóley litlu frænku, hún er algjör dúlla, fékk rennibraut í afmælisgjöf og vildi bara vera úti að renna, attur, attur og attur.
Best að fara að læra núna svo ég get farið að snúa mér að vinnunni. (hættir þá kannski að hringja síminn) Yndislegar kellur sem hringja og biðja um kynningu, það þyrfti eiginlega að fjöldaframleiða þær!