mánudagur, október 30, 2006
fimmtudagur, október 26, 2006
gullpungurinn tjáir sig...
þessi elska sagði við mig áðan:"mamma, ég vildi að þú værir ennþá að vinna í golfskálanum". "Nú? af hverju" spurði ég. "Þá geturu ekki skipað mér að hætta í tölvunni" svaraði hann hið snarasta. "En er ekki gott að hafa mömmu heima á daginn" spurði ég. "Jújú en þegar ég er óþekkur þá verður þú hoppandi brjáluð!" "Mér finnst betra að þú sért brjáluð við Einar vallarstjóra" sagði hann. "Var ég einhvern tíma brjáluð við hann?" spyr ég. "Nei en hann var heldur ekki óþekkur!" svaraði hann.
þriðjudagur, október 24, 2006
meira um gleraugun...
það er greinilegt að við mæðgurnar erum með gleraugu!
Ég fékk 10 í markaðsfræði og 9.7 í bókfærslu
Elsta dóttirin fékk 9.6 í frönsku
við erum auðvitað snillingar!
Ég fékk 10 í markaðsfræði og 9.7 í bókfærslu
Elsta dóttirin fékk 9.6 í frönsku
við erum auðvitað snillingar!
föstudagur, október 20, 2006
Virðuleg fjölskylda..
Í gamla daga þótti virðulegt að nota gleraugu, það þótti einnig vera gáfumerki!
Greindarvísitalan á mínu heimili hefur samkvæmt þessu aukist til muna og við öll fram úr hófi virðuleg. Allir komnir með gleraugu frá og með gærdeginum.
Ég fór sem sagt með börnin til auglæknis í gær og þurfa Snæfríður Sól og Birna Rut báðar að fá sterkari gleraugu. Baldur Smári og Ragnheiður fengu fyrstu gleraugun sín. Augnlæknirinn hafði líka orð á því að það yrði einhver gleraugnasali glaður þegar ég kæmi með alla fjölskylduna(gaman að læknum sem hafa húmor). Ég er nú svo vanaföst og ekki mikið fyrir að þvælast á milli verslana að óþörfu að ég fór beint á sama stað og venjulega og óskaði eftir magnafslætti, það var auðsótt mál enda ekki á hverjum degi sem gleraugnasalar fá kellur inn að kaupa 4-6 gleraugu í einu. Sem betur fer er ríkið farið að niðurgreiða gler fyrir börn sem eru nærsýn, en áður var það bara gert ef þau voru fjarsýn! Við máttum samt greiða 59.þúsund krónur fyrir þrennar umgjarðir og gler í fjórar. Bara nokkuð vel sloppið.
Sonurinn er bara sáttur við gleraugun, hann svaf með þau í nótt! Ekki á nefinu heldur í boxinu sem hann fékk með þeim. Hann setti upp gleraugun í morgun og sagði "mamma, er ég ekki hrikalega sætur svona?" "ef ég hefði fengið kringlótt gleraugu þá væri ég Baldur Potter, en það er ekki flott, ég er miklu sætari svona". Gott að sjálfsálitið er í lagi.
Greindarvísitalan á mínu heimili hefur samkvæmt þessu aukist til muna og við öll fram úr hófi virðuleg. Allir komnir með gleraugu frá og með gærdeginum.
Ég fór sem sagt með börnin til auglæknis í gær og þurfa Snæfríður Sól og Birna Rut báðar að fá sterkari gleraugu. Baldur Smári og Ragnheiður fengu fyrstu gleraugun sín. Augnlæknirinn hafði líka orð á því að það yrði einhver gleraugnasali glaður þegar ég kæmi með alla fjölskylduna(gaman að læknum sem hafa húmor). Ég er nú svo vanaföst og ekki mikið fyrir að þvælast á milli verslana að óþörfu að ég fór beint á sama stað og venjulega og óskaði eftir magnafslætti, það var auðsótt mál enda ekki á hverjum degi sem gleraugnasalar fá kellur inn að kaupa 4-6 gleraugu í einu. Sem betur fer er ríkið farið að niðurgreiða gler fyrir börn sem eru nærsýn, en áður var það bara gert ef þau voru fjarsýn! Við máttum samt greiða 59.þúsund krónur fyrir þrennar umgjarðir og gler í fjórar. Bara nokkuð vel sloppið.
Sonurinn er bara sáttur við gleraugun, hann svaf með þau í nótt! Ekki á nefinu heldur í boxinu sem hann fékk með þeim. Hann setti upp gleraugun í morgun og sagði "mamma, er ég ekki hrikalega sætur svona?" "ef ég hefði fengið kringlótt gleraugu þá væri ég Baldur Potter, en það er ekki flott, ég er miklu sætari svona". Gott að sjálfsálitið er í lagi.
þriðjudagur, október 17, 2006
mánudagur, október 16, 2006
Ég var sófakartafla í dag...
bara einn tími í skólanum svo ég nennti ekki. Er því búin að liggja í leti og lesa Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson, ágætis bók alveg. Heyrði Árna einmitt lesa úr þessari bók fyrir síðustu jól á Ráðhúskaffi og hef verið á leiðinni að lesa hana síðan.
Horfði svo á Match Point á Skjánum, ekki eins góð og ég átti von á, en allt í lagi. Pirraði mig eitthvað leikaravalið í henni.
Kíkti svo á tónlistarsafn heimilisins og dró fram einn gamlan og góðan, White Ladder með David Gray. Ég var búin að gleyma hvað þessi diskur er góður! Þetta er einn af fáum diskum sem er jafngóður frá upphafi til enda. Ekkert lag sem maður fer að hoppa yfir. Fínt að hafa tónlist í eyrunum þegar maður vinnur íslenskuverkefni, enda kláraði ég 8 verkefni á 1/2 klst.
Nú er komið að bókfærslunni þar þarf ég að gera tvö verkefni, sem vonandi taka ekki nema klst. Því ég þarf að gera tvö verkefni í Markaðsfræði og lesa ca 117 bls. Það verður því nóg að gera hjá mér frameftir kvöldi.
Nú er sennilega best að elda einhvern mat svo börnin svelti ekki, koma syninum í rúmið og lesa Börnin í Ólátagarði (4 skipti allavega) fyrir hann, hef áður lesið bókina fyrir systur hans... gaman þegar maður getur lesið sömu bækurnar aftur og aftur með nokkurra ára millibili. Næst lesum við svo Sitji guðs englar að ósk mömmu (ömmu) áður en við förum í leikhúsið. Ég hef lesið þá bók allavega 12 sinnum, mér fannst hún svo æðisleg þegar ég var lítil.
Horfði svo á Match Point á Skjánum, ekki eins góð og ég átti von á, en allt í lagi. Pirraði mig eitthvað leikaravalið í henni.
Kíkti svo á tónlistarsafn heimilisins og dró fram einn gamlan og góðan, White Ladder með David Gray. Ég var búin að gleyma hvað þessi diskur er góður! Þetta er einn af fáum diskum sem er jafngóður frá upphafi til enda. Ekkert lag sem maður fer að hoppa yfir. Fínt að hafa tónlist í eyrunum þegar maður vinnur íslenskuverkefni, enda kláraði ég 8 verkefni á 1/2 klst.
Nú er komið að bókfærslunni þar þarf ég að gera tvö verkefni, sem vonandi taka ekki nema klst. Því ég þarf að gera tvö verkefni í Markaðsfræði og lesa ca 117 bls. Það verður því nóg að gera hjá mér frameftir kvöldi.
Nú er sennilega best að elda einhvern mat svo börnin svelti ekki, koma syninum í rúmið og lesa Börnin í Ólátagarði (4 skipti allavega) fyrir hann, hef áður lesið bókina fyrir systur hans... gaman þegar maður getur lesið sömu bækurnar aftur og aftur með nokkurra ára millibili. Næst lesum við svo Sitji guðs englar að ósk mömmu (ömmu) áður en við förum í leikhúsið. Ég hef lesið þá bók allavega 12 sinnum, mér fannst hún svo æðisleg þegar ég var lítil.
fimmtudagur, október 12, 2006
Ég keypti beinagrindabúning...
í Englandi. Sonur minn vildi endilega fara í honum í skólann í morgun. Ætli kennarinn haldi ekki að ég sé alveg búin að tapa mér.
já svona er að vera gulldrengurinn hennar mömmu, þá má allt!
já svona er að vera gulldrengurinn hennar mömmu, þá má allt!
komin heim frá Englandinu...
þar sem við skemmtum okkur konunglega. Skoðuðum og versluðum, átum og drukkum (Starbucks kaffi er snilld). Best leið mér þó eftir að hafa heimsótt Ljúfu og séð hvar hún býr. Nú þarf ég ekki að vera með áhyggjur af henni, hún er á yndislegum stað í fínu húsi og blómstrar svona líka fallega! Þakka henni kærlega fyrir okkur. Hefði gjarnan viljað vera lengur hjá þeim hjónum, Leibbalingnum og kúlubúanum. Fer bara fljótlega aftur. Þá get ég líka farið í frábæra búð sem er rétt hjá þeim og kallast HobbyCraft. Snilldar búð þar á ferð fyrir sjúklinga eins og mig.
Ég náði bara að komast yfir neðrihæðina! (mamma, efri hæðin er eftir) svo ég hef ærna ástæðu til að fara fljótlega aftur. Auðvitað þó með það að meginmarkmiði að heimsækja Ljúfu aftur!
Börnin voru auðvitað glöð að sjá foreldrana (eða töskurnar) eftir fimm daga aðskilnað.
Nú verð ég sennilega að snúa mér aftur að markaðsfræðinni sem ég á að vera að gera (er í tíma í skólanum).
BTW ég fékk 10.0 fyrir markaðsfræðiskýrluna!
Ég náði bara að komast yfir neðrihæðina! (mamma, efri hæðin er eftir) svo ég hef ærna ástæðu til að fara fljótlega aftur. Auðvitað þó með það að meginmarkmiði að heimsækja Ljúfu aftur!
Börnin voru auðvitað glöð að sjá foreldrana (eða töskurnar) eftir fimm daga aðskilnað.
Nú verð ég sennilega að snúa mér aftur að markaðsfræðinni sem ég á að vera að gera (er í tíma í skólanum).
BTW ég fékk 10.0 fyrir markaðsfræðiskýrluna!
miðvikudagur, október 04, 2006
fór í kofann í dag....
ekki komið þangað síðan á sunnudag. Rosalega tómlegt um að litast og frekar skrýtið. Var samt bót í máli að "strákarnir mínir" voru á staðnum, bæði venjulegir og loðnir!
Gaf loðnu strákunum að éta, enda hafa þeir matarást á mér. Var farin að sakna allra enda vön að sjá fólkið á hverjum degi í allt sumar...
Búin að vinna markaðsfræði- og íslensku verkefnin sem á að skila á morgun. Gerði líka glærusýningar. Alltaf gaman þegar kennarar setja eins verkefni fyrir sama daginn. Byrja morgundaginn á að tala um og kynna Ingólfsfjall í íslensku. Síðan á að kynna markaðsfræðiverkefnið í næsta tíma. Eins gott að hafa með nóg vatn að drekka. Fínt þegar þessu er lokið. Þá fer ég til Njarðvíkur að sækja vegabréf okkar hjóna, síðan heim að pakka. Eigum að vera mætt í flugstöðina um fimmleytið aðfaranótt föstudags. Förum í loftið kl 7.15 skil ekki til hvers ég þarf að vera mætt svona snemma, sennilega til að hægt sé að taka af mér naglaklippur, hárbursta, varagloss og skóna. Hvað veit maður!
Ljúfa ég er alveg að koma til þín :=) vantar þig meira Cherrios ? get reddað því... held það megi fara um borð í vélina þar sem ekki eru miklar líkur á að hægt sé að sprengja það eða drepa einhvern með því... nema láta einhvern éta þar til hann springur!
Gaf loðnu strákunum að éta, enda hafa þeir matarást á mér. Var farin að sakna allra enda vön að sjá fólkið á hverjum degi í allt sumar...
Búin að vinna markaðsfræði- og íslensku verkefnin sem á að skila á morgun. Gerði líka glærusýningar. Alltaf gaman þegar kennarar setja eins verkefni fyrir sama daginn. Byrja morgundaginn á að tala um og kynna Ingólfsfjall í íslensku. Síðan á að kynna markaðsfræðiverkefnið í næsta tíma. Eins gott að hafa með nóg vatn að drekka. Fínt þegar þessu er lokið. Þá fer ég til Njarðvíkur að sækja vegabréf okkar hjóna, síðan heim að pakka. Eigum að vera mætt í flugstöðina um fimmleytið aðfaranótt föstudags. Förum í loftið kl 7.15 skil ekki til hvers ég þarf að vera mætt svona snemma, sennilega til að hægt sé að taka af mér naglaklippur, hárbursta, varagloss og skóna. Hvað veit maður!
Ljúfa ég er alveg að koma til þín :=) vantar þig meira Cherrios ? get reddað því... held það megi fara um borð í vélina þar sem ekki eru miklar líkur á að hægt sé að sprengja það eða drepa einhvern með því... nema láta einhvern éta þar til hann springur!
mánudagur, október 02, 2006
Skrýtin tilfinning
að þurfa ekki að flýta sér í vinnuna um leið og skólinn er búinn í dag. Ætla samt að fara uppeftir seinna í dag til að klára að þrífa og loka alveg fyrir veturinn.
Á örugglega eftir að sakna "strákanna minna" þegar líður á vikuna.
Er svo á leið til London á föstudag - hlakka svo hrikalega til að ég er búin að vera algjörlega úti á túni í dag. (en samt inni í skólastofu)
Hlakka svo til að hitta Ljúfu!
Á örugglega eftir að sakna "strákanna minna" þegar líður á vikuna.
Er svo á leið til London á föstudag - hlakka svo hrikalega til að ég er búin að vera algjörlega úti á túni í dag. (en samt inni í skólastofu)
Hlakka svo til að hitta Ljúfu!