Nei, aðalega leti að hrjá mig núna. Það er ótrúlega gott að sjá til sólar í dag og vona ég að veturinn fari bara burt og komi ekki aftur.
Í skólanum gengur ágætlega, ég hef þó komist að því að verslunarréttur er ekki, ég endurtek EKKI áhugavert námsefni. Ég hef aldrei lent í öðru eins torfi til lestrar (með fullri virðingu fyrir höfundi), þá vil ég heldur lesa Íslendingasögurnar á fornmáli. Ég get sofna bara þegar ég reyni að lesa bókina.
Enskukennari óskast – MK stjórnendur leita nú að enskukennara fyrir okkur, hinn hætti – og nei, við vorum ekki svona óþekkar- konu greyið er veik fyrir hjarta og kennir ekki meir í vetur. Svo nú bíðum við eftir nýjum kennara.
Ég ætla loksins að láta meta einingarnar mínar úr öðrum skólum því mér skildist í morgun að ég þyrfti ekki að vera í þessum enskuáfanga- og einhverja áfanga ætti ég að sleppa við á næsta ári. Ég vissi svosem að ég gæti sloppið við eitthvað en var ekkert að stressa mig á því- ætla samt að koma þessu í verk núna.
Ég þarf að láta lita og klippa á mér hárið- klippan mín flutti eitthvert út í rassgat (H-eitthvað). Ég þarf að standa í að finna einhvern sem ræður almennilega við þennan ullarflóka sem vex á höfðinu á mér- það hefur ekki reynst auðvelt hingaðtil og ég yfirleitt orðið brjáluð þegar heim er komið. Ég hlakka því ekki til að finna einhvern nothæfan hárgreiðsluaðila. Ef þið vitið um einhvern ógisslega kláran og skemmtilegan klippara þá endilega látið mig vita (ég held að Heiða mín hafi ekki flutt út af mér).
Nú þarf ég að snúa athyglinni að svefnbókinni í þeirri veiku von að ég hangi vakandi, get ekki einu sinni vakað yfir glósum kennarans, spurning hvort háðsglósur virkuðu betur!