Notalegt laugardagskvöld..
Á morgun er stefnan tekin á ,,dalinn" til að taka svolítið til og koma skrifstofunni í lag, svo hægt sé að byrja á bókhaldinu o.fl. Stefni á að opna veitingaskálann um mánaðarmótin apríl-maí,(á sama tíma verð ég að vinna að lokaverkefninu í skólanum), um að gera að nýta allan lausan tíma sem gefst á næstunni. Lítur út fyrir vinnusamt sumar hjá mér og jafnvel ívið meiri vinnu en það síðasta. (Já, mamma ég er búin að fá aðstoðarkonu í sumar þó ég sé enn að leita að nokkrum í afleysingar líka). Spennandi og lærdómsríkir tímar framundan - ekki laust við að ÉG hlakki til!