Löng vika...
Undanfarið hef ég náð að skríða í rúmið um kl 2 og verið komin á fætur kl 6. Karlinn staddur í Berlín og ég hef því nóg að gera og hafa nokkrar áhugasamar sálir óskað eftir að fá að vita hvernig dagurinn lítur út hjá mér, til að verða við óskum þeirra hendi ég hér inn dagskrá gærdagsins og dagsins í dag:
miðvikudagur: kl 2 sofa, kl 4 vakna -kveðja karlinn (Berlín) kl 6 vakna aftur-Tinni göngutúr kl 7 vekja börn kl 7.30 keyra börn í skólann og fara til Reykjavíkur kl 8.22 skóli (bara 2 mín of sein) kl 12 fundur, snúningar kl 13 ferð heim, kl 14 -18 læra, kl 18 Gullpungur sóttur til snillings kl 18.30 elda kvöldmat kl 19.30 læra, kl 21 leikæfing fyrir Þorrablót, kl 23 læra, kl 2 sofa,Fimmtudagur: kl 6 vakna - göngutúr (stuttur vegna kulda - 8°),kl 7 vekja börn, keyra í skólann, sjálf í skólann, kl 12.30 Hafnarfjörður- vinna til 16, keyra heim stoppa í 30 mín, keyra aftur í Reykjavík (2.ferð í dag), Smáralind ath með kuldastígvél á Gullpunginn og auðvitað ekkert til í hans stærð, kl 18.30 kvöldmatur/afmæli hjá tengdasyninum (18.ára), og skrópaði á leikæfingu. kl 21.30 keyra heim aftur, göngutúr með Tinna (frekar stuttur vegna kulda -10°og vindur), lesa fyrir börnin, tala við karlinn á skype, læra, lesa tölvupóstinn og gera to do lista fyrir vinnuna. Báða dagana hef ég svo svarað ca 15 símtölum á dag, sett í þvottavél og þurrkara, uppþvottavél, moppað yfir gólf (til að sokkarnir líti ekki alltaf út eins og dauðar kanínur).
Jæja elskurnar ef þið hafið nennt að lesa þetta þá vesgú, svona eru dagarnir þessa stundina. Nú ætla ég að setjast í baðkarið og lesa stjórnun og vona að ég hangi vakandi greinina á enda því það er umræðutími á morgun kl 8.20 :o)