mánudagur, febrúar 25, 2008

enn ein vikan...

liðin og mér finnst ég ekki hafa afrekað neitt! nema kannski að sofa, virðist takast einstaklega vel upp í þeirri deildinni þessa dagana. Á föstudag lagði ég mig aðeins um hádegið og svaf fram að kvöldmat, svona hefur síðasta vika verið. Ætlaði snemma að sofa í gærkvöldi en átti auðvitað eftir að læra og fór í það um kl.22. Spjallaði svo við nýsjálendinginn til kl 2 í nótt og var því frekar drusluleg í morgun... en það er allt í lagi því ég skemmti mér "prinsessulega" yfir sólbrunanum sem hrjáði hann (á vörunum), get bara ekki fengið af mér að vorkenna honum þar sem hann spókar sig um á golfvöllum í 25 stiga hita á meðan við kúldrumst hér í frostinu. Fór því þreytt í skólann og var aldrei þessu vant mætt á réttum tíma (nema kennarinn hafi verið seinn).
Vegna þessarar sífeldu þreytu var mér bent á að panta tíma hjá þorpslækninum og láta athuga mig. Ég fór þá að rifja upp síðast þegar ég var svona þreytt og fór til læknis - hann mældi blóðþrýstinginn og sagði svo:"ertu viss um að þú sért lifandi?" Sennilega ekki alveg það sem maður vill heyra lækni segja. Þá vantaði í mig bæði járn og blóð... spurning hvort maður búi með vampírum!

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Þreytt í dag...

enda var gærdagurinn frekar langur. Skóli, vinna 1, vinna 2, læra, kvöldkaffi með tengdapabba (sem ég hafði ekki séð síðan um áramót held ég), fundur og heim.
Ég er að verða svolítið þreytt á dögum sem eru þannig að ég fer að heiman um 7 og kem ekki til baka fyrr en um miðnætti eða síðar!

En fundurinn var frábær og ég hefði ekki viljað missa af honum :o)

Það var vetrarfrí hjá börnunum mánudag og þriðjudag - í dag hjá mér, ég hefði alveg verið til í frídag MEÐ börnunum mínum.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Kærastan óskaði eftir þessu...

have fun!

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Uppáhalds búð:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndirðu bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndirðu þegja yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku saman?
18. Hefurðu heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talarðu eða hefurðu talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndirðu vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefurðu?
25. Kæmirðu í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Ef ég ætti einn dag ólifaðan, hvað myndum við gera saman?
27. Ætlarðu að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

föstudagur, febrúar 08, 2008

Ekki fór ég í skólann...

í dag. Leiðinda færð í morgun og ekki búið að ryðja almennilega. Svo fór gullpungurinn líka að gubba í nótt svo hann var bara heima með mömmu sinni. Ég er með svo frábæran kennara að hann hringdi í mig í morgun og bauð mér að taka prófið á netinu - og hvað kemur þá í ljós? Meiripartur Suðurlands var netsambandslaus vegna bilunar! Það gekk þó nokkuð fljótt hjá þeim að laga netið og ég gat tekið prófið! Frábært að það er frá því næstu próf eru á þriðjudag og miðvikudag. Ég er samt ekki alveg að nenna að læra núna og er að spá í að leggja mig bara.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Hætt að vera sniðugt...

þetta veður. Í dag fór ég ekki í skólann enda allt ófært! Ég lagði þó af stað en snéri við í Þrengslabrekkunni eftir að jeppinn á undan mér fór útaf og tveir aðrir bílar voru fastir þvers og kruss á veginum. Ég var að vísu nærri búin að festa bílinn við að snúa við í blindhríð og ógeði en þetta hafðist og heim komst ég aftur(ég var á Toyotunni ekki Strumparútunni) en þá var einmitt verið að tilkynna í útvarpinu að það væri ófært og fastir bílar um öll Þrengsli. Mætti einmitt Björgunarsveitinni sem var á leið upp á fjall að hjálpa fólkinu. Við hjónin höfum því verið föst heima í dag. Hringdum reglulega í Vegagerðina og fengum alltaf sömu svörin að það væri ófært. Annars hefur bara snjóað og snjóað og veðrinu sennilega best líst sem "skítaveðri".
Á morgun er próf hjá mér í Stjórnun kl 8.20, ég geri svo sem ekki ráð fyrir að komast en það má reyna.
Ég er hreinlega farin að halda að ég komist ekki í skólann fyrr en í vor!
Þetta er bara hætt að vera sniðugt!

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Öskudagur í dag...

og aldrei þessu vant fékk ég ekki að mála nein andlit í morgun :o( ég fékk ekki heldur að búa til öskudagsbúninga! Unglingarnir tveir hættir að klæða sig upp í tilefni dagsins og yngsta dóttirin ákvað að vera "dama" svo hún fór bara í kjól og setti á sig skartgripi. Gullpungurinn vildi ekki fara í skólann í grímubúning en sagði:"mamma, þú mátt kannski láta mig í búning fyrir ballið í kvöld, ef ég nenni að fara, það er svo mikill hávaði alltaf". Já það er af sem áður var þegar maður vaknaði kl 6 til að byrja að mála og klæða sig og börnin í grímubúninga. Sé fyrir mér að á næsta ári verði móðirin sú eina sem skellir sér í búning!

Búningur dagsins er hins vegar "druslupíkulegthúsmóðurátfitteftirerfittmígrenikast" svo þið getið ímyndað ykkur hvað ég er flott!

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Þorrablótið...

var svona líka ótrúlega skemmtilegt! Það var frábært að heyra hvað fólk var ánægt með skemmtiatriðin.

Nú er lærdómurinn aftur kominn á fullt enda próf í vikunni og tvö í þeirri næstu.
Svo eru golfararnir mínir líka duglegir að finna handa mér verkefni og ég dugleg að segja já! svo ekki get ég kvartað undan verkefnaleysi.

Við hjónin skruppum með Tinna áðan að hjálpa vinkonu okkar að bera húseiningar sem hún var búin að smíða. Það gekk mjög vel og fann Tinni sér fínan stað við gömlu bræðsluna til að leika sér - þar eru gamlir tankar sem úr lekur ógeðsdrulla, að sjálfsögðu besta leiksvæði sem hugsast getur og þurfti Tinni mikið að rúlla sér upp úr "snjónum" þar. Hann fékk því ekki far í mínum bíl heldur varð að sætta sig við að ferðast í skottinu á pickupnum hjá strákunum og fara beint í bað þegar við komum heim! Hann var ekki ánægður með þá ákvörðun mína enda mjög hrifinn af nýja "ilmvatninu" sínu.
Tinni hefur frá því hann kom til mín verið mikið á móti hárþurrkunni minni - þangað til í kvöld að hann komst að því hversu gott er að láta blásta volgu lofti á bumbuna! Nú fæ ég örugglega ekki að nota hárþurrkuna öðruvísi en að blása hann í leiðinni ;o)