föstudagur, mars 28, 2008

Fóstursonurinn...

fór heim áðan. Ótrúlegt hvað 3 mánuðir eru fljótir að líða.
Það eru 3 klst síðan hann fór - ég sakna hans
Ég get ekki lært því mér er kalt á tánum - hann var vanur að halda hita á þeim
Þetta er búið að vera skrýtið kvöld...
dyrabjallan hringdi - ekkert heyrðist
bankað á dyrnar - ekkert heyrðist
ég berfætt með fætur á gólfi - ekkert fótabað!
Mig langar út að ganga - enginn æstur í að fara með mér, bara kvartað undan kulda!

Það besta fannst mér þó að fóstursonurinn missti EKKI vitið þegar foreldrarnir komu að sækja hann! (sorry Einar, en það hlakkaði samt pínu í púkanum)

Jájá...

ég veit að tíma mínum er betur varið en að leika mér að þessu en þetta er bara svo ótrúlega gaman (svo nenni ég ekki að gera neitt annað núna).
311 WATTS Body Battery Calculator - Find Out How Much Electricity Your Body is Producing -


63%


68%How Addicted to Blogging Are You?

24% Geek

laugardagur, mars 22, 2008

dagurinn langi...

var ekki svo langur eftir allt! fyrir ekki svo löngu síðan þegar ég var lítil stelpa var ALLT lokað og allt bannað, maður mátti varla leika sér. Ég man að það þótti þvílík hneisa að stjúpi væri að vinna úti í skúr! Í dag er allt opið og enginn sem gerir mál úr því þó einhverjir séu í vinnunni.

Ég hóf daginn á því að hitta vinkonu yfir rekstrarhagfræði og reikningsskilum, fór svo með karlinn og fóstursoninn í göngutúr til að skoða húsið sem nágrannakonan er að byggja sér útí nýja hverfi,eftir kvöldmat spiluðu strákarnir mínir póker og fór gullpungurinn heldur illa með karl föður sinn, við hjónin röltum svo í næstugötu til frænda og frú Grú, fengum fínar veitingar þar (skál).
Þegar heim var komið svaf gullpungurinn með afmælisgjöfina í eyrunum, í stofunni sátu svo dæturnar þrjár og tengdasynirnir tveir (já tveir!). Það var ekki laust við að skelfingarsvipur kæmi á pabbann þegar hann leit yfir hópinn (hehe). Sennilega er það martröð allra pabba þegar dætur þeirra ná þessum "kærastaaldri" ! Nú sitja þau öll og horfa á rottu elda mat í sjónvarpinu...

miðvikudagur, mars 19, 2008

Furðulegur morgunn...

sem hófst með því að sonurinn kom og sagðist vera veikur, því til staðfestingar gubbaði hann. Um hádegisbilið var hann orðinn nokkuð sprækur og gat haldið niðri matnum, en þá tók fóstursonurinn við og hóf að kúgast og gera sig líklegan til að æla og var því snarlega hent út í garð! Þar fékk hann að gubba í rólegheitum og koma svo inn aftur. Nú liggja þeir saman, annar horfir á sjónvarpið og hinn sefur!

Annars er búið að vera frekar lélegt ástand á mér, kvefuð og með hálsríg dauðans síðan páskafríið hófst - er farið að minna svolítið á jólafríið!

Annars þarf ég að fara að skipuleggja mig eitthvað betur þar sem verkefnum fjölgar hratt þessa dagana og samt rúmur mánuður eftir af skólanum... með öllum sínum verkefnum og tilheyrandi.

Djö.... hlakka ég til þegar 27.maí kemur!

Þið sem kíkið hérna inn mættuð alveg setja hæ í commentin (ekki laumupúkast og hringja svo í mig og kvarta undan bloggleysi).

mánudagur, mars 10, 2008

Gullpungurinn...

er 8 ára í dag! Finnst næstum eins og ég hafi átt hann í gær, jah eða allavega ekki fyrir 8 árum. Við mæðginin fórum í borg óttans í dag og létum laga á okkur hárið. Hann var klipptur sítt og mamman stutt en hún skipti jafnframt um hárlit.
Afmælisveislan var í gær fyrir ættingja og var guttinn alsæll með allar gjafirnar sem hann fékk. Svo er afmæli fyrir vinina síðar í vikunni þegar mamman er komin í páskafrí og má vera að því að taka á móti 10-15 grislingum.
skelli inn mynd af afmælisdrengnum fyrir klippingu að vísu en hann er svo krúttlegur svona tannlaus. (Mynd af nýju klippingunni kemur síðar þar sem hann mátti ekki vera að því að "pósa" fyrir mömmu sína í kvöld).

miðvikudagur, mars 05, 2008

Fallegu börnin...



og snjórinn

Sérstaklega fyrir vinina á NZ

þá er enn eitt prófið frá...

gekk held ég þokkalega, var svínslega erfitt. Skemmtilegir kennarar sem taka allskonar tvist og snúninga á prófum - algjörlega úr takt við fyrri verkefni.
En plús að ég gat tekið prófið heima vegna veikinda kennarans og þurfti því ekki í borg óttans. Alltaf gott að sleppa við að keyra í bæinn, sérstaklega meðan okurverð er á bensíni!

þriðjudagur, mars 04, 2008

búin að sofa...

nóg að undanförnu?
jah, ekki sef ég þessa nóttina, það er nokkuð ljóst!
datt inn á eitthvað svona bull og missti mig aðeins:



Þú ert léttsteikt dramadrottning.


Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium"
og "well done"
værir þú "medium rare", léttsteikt og meyr undir tönn. Léttsteiktar dramadrottningar eru ávallt gerðar úr besta hráefni. Þær eru lífrænt ræktaðar og því í raun móðgun að líkja þeim við hamborgara. Nær væri að framreiða þær sem steikur með góðri rjómasósu og bökuðum kartöflum.

Léttsteiktar dramadrottningar skammast sín ekki fyrir að vera dramadrottningar. Þvert á móti eru þær stoltar af því og leggja rækt við þann hluta persónuleika síns. Gott jafnvægi ríkir á milli drama og yfirvegunar. Í raun hefur léttsteikta dramadrottningin fulla stjórn á dramatíska hluta heilans. Hún er því fær um að halda dramanu í skefjum þegar við á en gerir út á það þegar hún er í stuði til þess.

Léttsteiktar dramadrottningar eru tilfinningaríkar. Þær eru gjarnan leiðtogar í vinahópi sínum, eru vel liðnar af flestum, dáðar af mörgum en einnig öfundaðar af sumum. Hin léttsteikta drottning er hins vegar haldin jafnaðargeði og lætur hólið ekki stíga sér til höfuðs eða öfundsýki koma sér úr jafnvægi.


Hversu mikil dramadrottning ert þú?




Þú fellur fyrir froskum.


Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).
Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.
Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.
Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

mánudagur, mars 03, 2008

Færsla tileinkuð...

fóstursyninum, vonandi líður foreldrum hans betur við að sjá myndir.


Hvar er Tinni?






Sætastur!


Tinni hittir Snjóber





Tinni fótasnyrtir





Tinni í baði, "ilmvatnið" sem hann fann sér var EKKI að virka!



Tinni í snjókasti með Snæfríði Sól

laugardagur, mars 01, 2008

Fænalí...

búin að panta og borga vorferðina sem ákveðið var fyrir löngu að fara í...vantaði bara áfangastaðinn! Hann er sem sagt fundinn :)
Hlakka svo til að fara með öll börnin mín í ferðalag út fyrir landsteinana enda hefur það ekki gerst áður, "börnin" flokkast samt öll sem "fullorðin" nema gullpungurinn og ég ekki nema rétt rúmlega þrítug! Hvernig getur 12 ára barn verið fullorðið?

Enívei, óska hér með eftir ættingjum og vinum sem vilja vinna á meðan!

Við Tinni fórum í göngutúr í snjónum áðan, alltaf jafn fyndið að sjá hann hoppa í sköflunum, komum við hjá frænda og frú Grú í næstugötu, þar fékk Tinni sér "góðgæti" sem ekki hafði ratað alla leið út í tunnu!

Nú þarf ég sennilega að snúa mér að lærdómnum eða bara fara að sofa enda er kl.00:15, sennilega hangi ég þó á fótum þar til karlinn kemur heim...það verður gott að komast í frí með fjölskylduna - vona bara að við þekkjum hvert annað þegar að því kemur!