föstudagur, október 28, 2005

Í morgun

,,Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,
í fjallinu dunar, en komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda."
Jónas Hallgrímsson
Í morgun langaði mig ekki á fætur en var glaðvöknuð kl. 05:30 sem er frekar skrýtið ef haft er í huga að ég sofnaði ekki fyrr en um 02:30. Eitthvað klikk svefninn. En hvað um það, ég fór bara á fætur og gerði skólaverkefni sem ég átti að skila í dag. Auðvitað var ég orðin græn af þreytu um hádegi og skreið því aftur undir sæng, svaf næstum af mér leikskólann, þær eru svo glaðar ef maður kemur 2 mín of seint. Rétt slapp!
En svona veður óþverri kallar á góða og notalega stund heima undir sæng með heitt kakó. Við Baldur Smári og Birna Rut sóttum okkur því myndir hjá Fralla og gott að borða hjá Mása. Liggjum svo undir sæng og horfum á Pokemon (börnin sko, ég er að blogga).
Ég ætla svo að horfa á Be Cool með John Travolta í kvöld.

fimmtudagur, október 20, 2005

Hvað er í gangi!

Baldur Smári er aftur lasinn. Hann var veikur alla síðustu viku og ég sótti hann veikann í leikskólann í morgun. Hvernig stendur á þessu ?
Ég er alveg hætt að hafa húmor fyrir þessu!
Við Birna Rut skelltum okkur á Selfoss í gær til að kaupa garn í fermingarkjól! Nú verður bara prjónað fram á vor, því ég er ekki búin með allar lopapeysurnar sem búið var að panta. Það eru víst 2 eftir enn. En ég er allavega byrjuð að prjóna kjól... er að gera blúnduna, svo ætluðum við að biðja ömmu Birnu um að sauma buxur við. Búið að redda fermingarfötum! yes ég þarf ekki að fara í búðarráp til þess :=)
Ef einhver finnur hjá sér þörf til að heimsækja veikan strák um helgina er sá hinn sami velkominn í heimsókn (ég væri alveg til í að komast út á meðan).

mánudagur, október 17, 2005

Dagsformið


. Posted by Picasa

Námsferðin

Helgin var þrælgóð með áherslu á "þræl"... held ég hafi steikt í mér heilann, sálfræði hvað? Annars var gott að komast í ró og næði. Við Magnþóra lærðum, lásum, átum og prjónuðum-allt í garðskálanum, þar var þessi líka fína kamína. Við slöppuðum svo vel af að við fengum næstum hjartaáfall þegar sími hringdi! vorum eins og kvekkt kvikindi :=/

fimmtudagur, október 13, 2005

Nýr fjölskyldumeðlimur kemur til sögunnar :=)

Við fréttum í dag að við ættum lítinn frænda sem kom í heiminn fyrir 5 vikum...... algjör dúlli! Hrólfur er orðinn PABBI! Til hamingju :=)
Ég hlakka svo til að knúsa litla krílið.....
(ég er ekki með eggjahljóð...klingklingklingkling)
. Posted by Picasa

miðvikudagur, október 12, 2005

Krúttlegir feðgar

Þeir eru bara nokkuð líkir! Sami munnsvipurinn :=)
. Posted by Picasa

Já eða Nei ?

Á laugardag var kosið um sameiningu sveitarfélaga. Ég er svo ánægð með niðurstöðurnar, gáfað fólk sem býr í Þorlákshöfn :=) Í sveitarfélaginu Ölfus voru 1.725 á kjörskrá. Kjörsókn var 70,2%. Rétt rúm 7% sagði já en 92,9% sagði nei!

Veikindi

úff, Baldur Smári og Snæfríður Sól eru búin að vera veik síðan um helgina. Vona að þessu fari að ljúka, svo var kallinn veikur heima í dag.... Ég vona að ég verði ekki veik! Ég má ekkert vera að því að veikjast..... þarf að læra, læra og læra... hef ekki verið alveg nógu dugleg við skólabókalestur að undanförnu (en búin með hálft bókasafnið) svo nú er að duga eða drepast! Við Magnþóra ætlum að skella okkur í námsferð um helgina í sumarbústað í Ölfusborgum (ekki verið að eyða tíma í langar bílferðir). Eins gott að undirbúa sig vel því það er ekki hægt að fá leigðan sumarbústað á Íslandi sem er með internet tengingu! Þvílík þjónusta :=(

þriðjudagur, október 11, 2005

Liturinn

Þá er það komið á hreint, stofan á að vera dröppuð..... Rosalega var ég fegin að þið kusuð ekki að hún yrði bleik, þá hefði ég sennilega gubbað!
Þá er bara næsta skref að þið mætið og málið hjá mér stofuna :=)

mánudagur, október 10, 2005

Tíska

Tíska er skrýtið fyrirbæri, nú vilja allir vera í íslenskum lopapeysum! Túristaflík Íslendinga er nú orðin að tískuvöru. Þeir sem ekki geta notað ull prjóna sér "lopapeysu" úr bómull! oj, hvað er það, annað en hryllilega ljót flík.
Ég er ein af þeim sem þoli ekki lopa, þ.e.a.s. get ekki notað lopaflíkur. En ég sit og prjóna lopapeysur á fullu, hósta og klóra mér en prjóna samt.... Linda Rós búin að fá sína peysu og Söndru Óskar peysa að verða tilbúin. Það er eins gott að þær verði extra góðar við Systu sína á næstunni (eftir allan hóstann og kláðann).
Pantanir komnar á þrjár lopapeysur í viðbót, ég verð sennilega orðin útklóruð með krónískan hósta á jólunum! Annars er bara gaman að prjóna, hvort sem er úr lopa eða öðru garni :=)

föstudagur, október 07, 2005

Vinkonur

Magnþóra mín var að koma heim frá Spáni í gær! Frábært að hitta hana aftur, (við höfum ekki sést í heila viku!) Að vísu talað saman í síma, á sms og blogginu. Þessi elska fór í búðir á Spáni og fann þessa líka æðislegu kaffibolla handa mér, þeir eru skjöldóttir eins og beljur, með júgur og spena til að standa á undirskálinni. Hrein snilld! Við sátum í morgun og skáluðum í kaffi!


Það er gott að eiga vini meðan maður er ungur, en það er sannarlega enn betra þegar ellin færist yfir. Í æsku eru vinirnir sem annað eins og sjálfsagðir, en í ellinni finnum vér hve dýrmætir þeir eru. - E. Grieg.

Ekki skilja þetta samt sem svo að ég sé orðin gömul !

miðvikudagur, október 05, 2005

Þvotturinn ógurlegi

Það leiðinlegasta við að þvo er að para saman sokka! Ég held ég taki Grettir mér til fyrirmyndar og láti svo hvern og einn um að finna sína sokka.... hvað finnst þér ?
. Posted by Picasa

Lost

Ég fór á Hverfisgötuna í morgun, allt í lagi með það.... ætlaði svo á BSÍ, en það gekk nú ekki vel fyrir sig. Næstum allar leiðir lokaðar vegna framkvæmda, hafðist þó fyrir rest. En vandinn hófst svo þegar ég ætlaði heim, ég fór mína venjulegu leið fram hjá Lansa, en halló! vegurinn tók allt í einu hlikk á sig og fór undir brú svo ég endaði við Reykjavíkurflugvöll! Hvað er í gangi ? Ég hef að vísu ekki farið þarna um í sumar en váááá, ÉG var LOST í borginni. Held ég haldi mig bara í þorpinu mínu á næstunni.... Það eru nebblega framkvæmdir frá Rauðavatni að Þrengslum, best að vera bara í Höfninni þar eru bara gömlu góðu holurnar..(það lá við að ég saknaði golfskálavegarins í öllum þessum framkvæmdum). Comfortzone hvað!!!!!!

Hvað skiptir mestu máli ?

Það er misjafnt hvernig við sjáum og metum hluti, eitt þurfum við að hafa á hreinu: Hvað skiptir mestu máli!
. Posted by Picasa

þriðjudagur, október 04, 2005

Litli ENJO drengurinn

Frá því Baldur Smári sá ENJO í fyrsta skipti hefur hann verið heillaður, skreið um gólf með rykhanska á hendinni. Það er munur að eiga svona duglegan strák. Verst hvað hanskinn var stór.......
. Posted by Picasa
svo komu litlu hanskarnir og hafa verið notaðir síðan....Þegar maður er svona duglegur þá þarf maður sérútbúnað og Óli í Enjo gaf STÓRA efnisbúta til að geta saumað púða! Svo var haldið heim til ömmu Birnu "því hún kann að sauma svo vel".......
. Posted by Picasa
Mamma hjálpaði til við að klippa og amma saumaði....
. Posted by Picasa
"Amma þú verður að vanda þig" Baldur Smári fylgist vel með ömmu sinni.....
. Posted by Picasa
Glaður með ENJO púðann, nú vantaði bara fyllingu svo amma gerði gat á jólapúða og tók úr honum tróðið. Svona er að vera gullsnáði!
. Posted by Picasa

Frænkur mínar

Þrúður Sóley og Þórdís Páley
. Posted by Picasa

Fræðandi sjónvarpstími

Ég komst að því í kvöld að ef maður horfir á O.C og Survivor þá er hægt að prjóna eitt par af ullahosum! Snæfríður Sól var mjög fegin, því henni er alltaf kalt á tásunum í skólanum. Svo nú er því reddað. Horfði svo á hluta af Jay Leno og prjónaði seinni sokkinn á nöfnu mína (litlu, hin prjónar sjálf á sig sokka). Spurning hvort að ég horfi ekki Bridget Jones í fyrramálið og prjóna fyrri sokkinn :=)

Í dag fórum við Baldur Smári á bókasafnið til að ná okkur í bækur, (nenni ekki að lesa bara skólabækur) og komumst að því að starfsmaður bókasafnsins kann ekkert á tölvuna sem þeir eru með ! Hvernig er þetta hægt ? Á maður ekki að geta fengið upplýsingar hvaða bækur maður var með í síðasta mánuði ? (mig vantaði nafnið á rithöfundinum, ég hafði ekki vit á því að leggja það á minnið og því síður að skrifa það hjá mér). Langaði svo rosalega að lesa fleiri bækur eftir þessa konu - man nafnið núna Lisa Marklund - sænskur rithöfundur sem gerir snilldar bækur! Ef einhver veit um góðar bækur sem ég ætti að lesa eru allar ábendingar vel þegnar.... held ég fari að verða uppiskroppa með að finna mér eitthvað sjálf (nema ég sé búin að lesa allt sem er gott á safninu okkar). Svona til að hafa eitthvað gaman líka tókum við svo Kalla á þakinu til að lesa saman á kvöldin..... ég fékk þó ekki að lesa með snúllanum í kvöld því yngsta systirin vildi fá að lesa fyrir hann. Ekki slæmt að geta valið hver "má lesa". Enda er maður nú ekki gullpungur fyrir ekki neitt!
Nú ætla ég að fara að sofa, eða lesa :=)