fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Nauðsynlegur fróðleikur?

Ég rakst á fróðleiksmola og datt í hug að skella nokkrum hér inn
Vissir þú að:
Svín geta horft til himins (hmm, hver fann það út?)
Fullnæging svína stendur í 30 mínútur (gæti verið gaman að vera svín)
Köngulóin Svarta ekkjan étur karldýrið eftir kynmök (sniðug)
Svarta ekkjan getur étið 25 karldýr á dag (gæti verið gaman að vera könguló)
Stelpur blikka 2 sinnum oftar en strákar (daður?)
Einn fyrir þá sem vinna í tölvugeiranum...
23% bilana í ljósritunarvélum eru vegna þess að einhver hefur reynt að ljósrita
á sér óæðri endann (á launum!)

Takk fyrir það...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Veikindi og handverksgerð

Veikindi á þessu heimili eru hætt að vera sniðug! Ég er orðin svo leið á þessu og börnin líka og allir geðvondir,úff,úff. Bókasafn Þorpsins og okkar eigið hefur reyndar bjargað geðheilsu að einhverju leiti.

Nú ætla ég að byrja jólaföndursgerð á næstu dögum, óska hér með eftir föndurfélögum, væri æðislegt ef einhver á bílskúr sem hægt væri að nýta (frændi fær bíllinn þinn nokkurtíma að sofa inni ?)
Ég er í spýtumálun og svoleiðis föndurhugleiðingum núna, svona ef það skiptir einhverju máli;=) eða eins og mamma segir þetta er ekki föndur heldur HANDVERK!

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Nú geta jólin farið að koma

Ég fékk loksins Bókatíðindi í póstkassann minn í dag. Pósthúsið afhenti líka jólaföndrið mitt í dag. Þá getur jólaundirbúningur formlega hafist eftir rúma viku.
Það eru rosalega margar bækur sem mig langar í og óska því eftir bókahillum í jólagjöf.. þið vitið Billy bókaskápar úr IKEA, beyki áferð. Vantar eins og 2 stk til að koma því sem til er þokkalega fyrir..hinir 3 eru fullir og vel það. Herbergin eru einnig að springa undan bókum sem er ekkert skrýtið því hér búa 5 bókaormar og 1 ekkibókaormur.
Merkilega margar spennandi bækur þetta árið og bara búin að fletta blaðinu einu sinni.
Svona til að gefa tengdapabba hugmyndir þá koma hérna nokkrar álitlegar bækur:

Interior Design Inspirations - Daab (M&M)
Rokland - Hallgrímur Helgason (M&M)
Krónprinsessan- Hanne-Vibeke Holst (Vaka-Helgafell)
Næturvaktin - Kirino Natsuo (Bjartur)
Svik- Karin Alvtegen (Hólar)
Vetrarborgin - Arnaldur Indriðason (Vaka-Helgafell)
Fyrsta bókin um Sævar - Iglum Rönhovde (ADHD samtökin)
Ófétabörnin - Rúna K. Tetzschner (Lítil ljós á jörð)
Er ég flatbrjósta nunna? - Bryndís Jóna Magnúsdóttir (Tindur) eingöngu í vegna titils
Fiskur - sérhönnuð handa mér og Með lífið að láni - sérhönnuð handa mér (er það ekki?)

mánudagur, nóvember 14, 2005

Barnið

Nú er "litla" barnið mitt 16 ára! vá hvað tíminn er fljótur að líða. Skrýtið að hún sé orðin 16 ára, mér finnst svo stutt síðan hún fæddist...
- litla brúna krílið mitt sem ljósurnar héldu að ég ætti með Ítala!
- skottan sem setti svo í brýnnar að fólk varð hrætt
- pjakkurinn sem hljóp á eftir Kötta til að trampa á skottinu á honum
- barnið sem mokaði í blómapottum ömmu Sóu
- krílið sem plataði Einar afa upp úr skónum til að ná gleraugunum hans
- barnið sem ákvað að hún og Linda væru tvíburar, "mamma vertu bara Systan mín líka"
- dúllan sem hlær allra hæst að óförum annarra en vill engum illt
- barnið sem kvartaði undan of litlum brjóstum á ömmu, kúrði sig og sagði svo "þú ert ekki nógu mjúk við þurfum púða"
- stúlkan sem nú er menntaskólamær
- litli ljósgeislinn minn sem kom í heiminn fyrir 16 árum þegar ég var 16 ára.... nú munar nákvæmlega helming á okkur dúllan mín....
- pakkasjúklingurinn sem VERÐUR að fá pakka strax og hún vaknar á afmælisdaginn.... hvað skildi hún gera á eftir þegar hún vaknar og enginn pakki frá mömmu? Svona er að vera á djamminu og gista í Kópavoginum hjá Gunnari Bjarna, þá verður að bíða eftir mömmupakkanum til kvölds... klúður! vona svo innilega að Gunnar hafi munað eftir því að hún á afmæli og gefi henni lítinn pakka annars er hann í vondum málum, hún vill pakka og engar afsakanir....... pakka pakka pakka marga marga pakka.... frek? nei bara ákveðin :=) og pakkasjúk!
Elsku Ragnheiður til hamingju með afmælið

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Litlir snillingar

"mamma, mig vantar pening" sagði Baldur Smári við mig í dag.
"Nú, til hvers?"spurði ég. "
Mig vantar svo marga marga marga Bionicle karla", svaraði hann.
Ég svaraði að ég ætti ekki svo mikinn pening til að kaupa þá núna.
Þá segir þessi elska" já en mamma, þú mátt ekki eiga svona marga peninga að þú getir ekki lokað veskinu þínu" !
Segið svo að börn hjálpi ekki til.

Snæfríður Sól er búin að vera veik síðan í gær. Hún er alveg að farast úr hausverk greyið og er með bullandi hita. Bróðir hennar vill vera svo góður við hana að hann er í því að kyssa hana og strjúka. "Láttu þér batna elskan" segir hann. Svo fannst henni hún þurfa að gubba og bað mig að fara með sér inná baðherbergi, Baldur Smári kemur hlaupandi á eftir okkur og ég bað hann að fara fram. "En mammmmmaaa, ég þarf að hjálpa henni, ég er svo duglegur að gubba"! Einn orðinn vanur að fá gubbupest!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Góðar hugsanir prests

Ég var að lesa Bæjarlíf á netinu og sá grein frá prestinum hér í þorpinu. Hann talar um að ekki megi láta þróunina verða þá að hér sé svefnbær. Alveg er ég sammála honum þar. En er það ekki yfirlýst stefna bæjarstjórans að hér skuli fólk búa en ekki vinna ? Eins og Baldur (presturinn, ekki sonur minn) bendir á þá eru fyrirtæki að loka hérna, ekki opna. Hann talar einnig um að hér sé von á golfvelli! Vita íbúar þorpsins ekki af því að hér ER GOLFVÖLLUR sem er stærsti, lengsti og erfiðasti völlur landsins! Ég mæli með að íbúar kynni sér hvað er til staðar í þorpinu áður en þjónusta er sótt annað. Aftur á móti er ekkert skrýtið að fyrirtæki loki ef engir eru hér á daginn nema börn og eldri borgarar. Liggur ekki beinast við ef þú vinnur í Reykjavík að sækja alla aðra þjónustu þar? Hver keyrir t.d. framhjá lágvöruverslun í höfðuborginni á leið heim til að versla í matvörubúð þar sem vöruúrval er takmarkað og verð mun hærra. Við verðum að vera samkeppnishæf við næsta nágrenni okkar, þorpið er jú orðið lítið úthverfi Reykjavíkur!

Skjár 1 á sunnudagskvöld

Ég elska sunnudagskvöld á Skjá 1 eftir miðnætti. Þá eru sýndir allir þættir vikunnar af Sex and the City! Þessir þættir eru bara SNILLD! Væri alveg til í seríurnar í jólapakkann í ár!
Hlakka líka til þegar Desperate Housewifes kemur á DVD! Þá er hægt að hafa fullkomið stelpukvöld...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Brjálað að gera

Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið. Læra og skila verkefnum, fundir hjá leikfélaginu, búa til fréttabréf ENJO, hugsa um börnin(þau hafa vonandi ekki hlotið varanlegan skaða af afskiptaleysi móðurinnar), þvo.. hef reyndar ekki staðið mig sem best þar!
Lítur ekki út fyrir að verða rólegra fyrr en í desember- þá slakar maður á!(öfugt við aðra Íslendinga).

Haldiði að uppþvottakonan hafi ekki gefist upp í gær! Hvað gera bændur þá? Ekki nenni ég að vaska allt upp, á ekki einu sinni uppþvottagrind! úff, verð sennilega að blikka og strjúka karlinum sérstaklega mikið þangað til vélin kemst í lag :=)

Ætla ekki að blogga meira í bili því mig langar svo rosalega í kaffi! Best að athuga hvort að nágranninn er heima og nennir að hella upp á! Það er svo leiðinlegt að drekka kaffi ein :=/

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Hvað er þetta með jólin í október ?

Það er ótrúlegt hvað fólk lætur bjóða sér. Af hverju eru komin jól í verslunum í október? Aumingjans fólkið sem vinnur í þessum verslunum, það hlýtur að vera komið með ógeð á jólum og öllu tilheyrandi þegar loksins kemur desember. Jólin eru í desember- hvernig væri að halda sig bara við það. Skreytingar í verslanir og jólaauglýsingar ætti ekki að leyfa fyrr en fyrsta í aðventu...sem er að þessu sinni í lok nóvember. Ég datt inná frábæra síðu sem ég mæli með að þið skoðið, sérstaklega ef þið viljið hafa jól í DESEMBER!

Afmæli ammæli

Nú er Birna Rut næst elsta dóttir okkar 13 ára í dag!
Mér finnst svo stutt síðan:
-elskan kom í heiminn
-hún ætlaði að verða heilalæknir

( 3ja að skoða alfræðibók um heilann)
-hún sagði að afi væri loðinn eins og hundur

(því hann rakaði ekki á sér fótleggi og bringu)
-hún var litla barnið mitt
-hún lærði að lesa, en les nú Harry Potter á ensku!
-hún hljóp um allt með sveppahattinn af langömmu
-hún ætlaði að eignast 8 börn með Hjölla vini sínum á leikskólanum í Mosó,
4 stelpur og 4 stráka,
þau ætluðu að búa í blokk og amma í Mosó átti að eiga heima á hæðinni fyrir neðan og passa strákana... því hún gæti ekki passað stelpur (amma á tvo stráka).
-hún fór í fyrsta skipti á skíði með afa (í bakpokastól)
og kallaði víííí víííí, náði svo í snjó og skellti á skallann á
honum og skellihló (2ja ára).

Já hún hefur alltaf verið púki blessað barnið....
skil bara ekki hvaðan hún hefur þessa stríðni ;=)