Nú er "litla" barnið mitt 16 ára! vá hvað tíminn er fljótur að líða. Skrýtið að hún sé orðin 16 ára, mér finnst svo stutt síðan hún fæddist...
- litla brúna krílið mitt sem ljósurnar héldu að ég ætti með Ítala!
- skottan sem setti svo í brýnnar að fólk varð hrætt
- pjakkurinn sem hljóp á eftir Kötta til að trampa á skottinu á honum
- barnið sem mokaði í blómapottum ömmu Sóu
- krílið sem plataði Einar afa upp úr skónum til að ná gleraugunum hans
- barnið sem ákvað að hún og Linda væru tvíburar, "mamma vertu bara Systan mín líka"
- dúllan sem hlær allra hæst að óförum annarra en vill engum illt
- barnið sem kvartaði undan of litlum brjóstum á ömmu, kúrði sig og sagði svo "þú ert ekki nógu mjúk við þurfum púða"
- stúlkan sem nú er menntaskólamær
- litli ljósgeislinn minn sem kom í heiminn fyrir 16 árum þegar ég var 16 ára.... nú munar nákvæmlega helming á okkur dúllan mín....
- pakkasjúklingurinn sem VERÐUR að fá pakka strax og hún vaknar á afmælisdaginn.... hvað skildi hún gera á eftir þegar hún vaknar og enginn pakki frá mömmu? Svona er að vera á djamminu og gista í Kópavoginum hjá Gunnari Bjarna, þá verður að bíða eftir mömmupakkanum til kvölds... klúður! vona svo innilega að Gunnar hafi munað eftir því að hún á afmæli og gefi henni lítinn pakka annars er hann í vondum málum, hún vill pakka og engar afsakanir....... pakka pakka pakka marga marga pakka.... frek? nei bara ákveðin :=) og pakkasjúk!
Elsku Ragnheiður til hamingju með afmælið