þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Myndir af gullmolunum mínum...



Árni Hrafn í baði.

Er eitthvað skrýtið að frænka og frændi vilji fara í mömmó með mig? Ég er svo rosalega fallegur og krúttlegur strákur!



Birna Rut gefur Árna Hrafni pela.


Baldur Smári og Árni Hrafn leika sér saman í baði.

Snæfríður Sól matar Árna Hrafn, með smá aðstoð frá pabba.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ástæða höfuðverksins er ...




að heilinn er með hiksta!




Set inn myndir af frænda á morgun. Mikið búið að leika sér í dag, fara í bollukaffi á 15 og gönguferð í búðina. Frænkurnar búnar að vera duglegar að gefa honum að borða og drekka, enda ekki á hverjum degi sem við fáum lifandi Baby born.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Hlakka svo til...



að fá litla frænda á morgun að ég get örugglega ekki sofnað! Ég fékk þá snilldar hugmynd að fá Árna Hrafn "lánaðann" og hringdi í mömmu hans, hún er yndisleg og sagði bara "já, ekkert mál". Ég sem vanalega vil sofa fram að hádegi (lágmark) ætla því að vakna í fyrramálið og skella mér í Hafnarfjörðinn og ná í gullmolann. Hann má meira að segja gista eina nótt hjá mér :=)

Ég held ég pissi bara á mig af spenningi!

Hvað gera bændur nú...

þegar Kaupásveldið hótar að loka versluninni í þorpinu ef við kaupum ekki meira? Þeir vilja auka verslun um 30% á 2 mánuðum sem er gott og vel, EF þeir standa við stóru orðin og bæta vöruval og gæði verslunarinnar. En er ekki svolítið skrýtið að boða til Borgarafundar og hóta að loka EINU matvörubúðinni á staðnum ef við verslum ekki meira.
Það gleymdist alveg í allri fínu tölfræðinni að kanna hversu stórt hlutfall íbúa þorpsins vinnur í Reykjavík, Hveragerði og Selfossi og verslar því á þeim stöðum.
Ég er fylgjandi því að versla í heimabyggð, en kann því illa að geta ekki fengið allt á sama stað, ég hef annað við tímann að gera en að hendast á milli verslana til að fá það sem þarf í vikuinnkaupin. Í hvaða bananalýðveldi búum við þegar eigendur EINU verslunarinnar á staðnum ákveða að á mánudögum skuli allir eta pylsur, á föstudögum séu hamborgaradagar og svínakjöt þess á milli. Mér finnst pylsur ekki góðar og hef ekki hamborgara alltaf á föstudögum. EF Kaupás gaurar bæta vöruval og gæði ÞÁ er ég til í að versla við þá. Annars ekki!

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Myndir at last...


Ljúfa kom og lagaði fyrir mig enn og aftur. Veit ekki hvar ég væri án hennar. Þarf sennilega að flytja til Englands með henni!

Þessi mynd var tekin af Svampi Árnasyni þegar hann var að leik hjá Frú Grú.

Ekki glöð...

með að hausverkurinn sem ég fékk í síðustu viku er ennþá að hrjá mig. Hvernig er hægt að vera með höfuðverk í marga daga? Ég er búin að prófa ýmis ráð, en ekkert virkar! Nú er ástandið orðið svo slæmt að ég get ekki einu sinni hlustað á Robbie minn Williams lengur. Hann hljómar bara ekki rétt í hausnum á mér. Ef þú lumar á sniðugu ráði til að losna við höfuðverk þá væri það vel þegið svona áður en ég tek hann bara af. (hausinn sko)

laugardagur, febrúar 18, 2006

Til hamingju Ísland...

með að ég fæddist hér! Loksins gátu Íslendingar valið rétt lag í Eurovision. Við nöfnurnar skemmtum okkur vel við að horfa á Silviu Nótt og dansa á fullu. Sú yngri dansaði að vísu bara en ég dillaði mér í sófanum. Ótrúlega gaman að fylgjast með tæplega 3ja ára skottu dansa og dilla sér í gríðarlegum fíling! Hún dansaði svo mikið að hún varð rennandi sveitt. Hún hlustar á lagið aftur og aftur í tölvunni svo ég ætla að setja inn likn fyrir hana hérna svo hún geti horft á myndbandið líka (pabba hennar til mikillar ánægju) FRÆNKA má spilla henni!

Klukk...klukk...klukk

Kærastan klukkaði mig núna með nýjan leik svo hér koma svörin fyrir forvitna:
4 störf sem ég hef unnið við um ævina: Bakarí, videoleiga, sveitastörf, golfskáli
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur... Mary Poppins, Sarah and me, Pretty Woman, Breakfast club.
4 staðir sem ég hef búið á: Ölfus, Breiðholt, Grafarvogur, Mosfellsbær
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar: Desperate Housewifes, Lost, Sex and the City, House.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Benidorm, London, Akureyri, Kotið.
4 síður sem ég skoða daglega, (Fyrir utan blogg): fa.is. mbl.is. google.com. garfield.com.
4 matarkyns sem ég held upp á: Bananar, lambalæri, kjötsúpa, kjúklingur.
4 bækur sem ég les oft: Ráðskona óskast í sveit, Óbærilegur léttleiki tilverunnar, Hámarks árangur, tímastjórnun.
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna: London, Ítalía, Kotið, kaffi hjá vinkonum.
4 bloggarar sem ég klukka: Gunnhildur, Linda Rós, Kolbrún, Hjördís

Svo skemmtið ykkur nú!

hvað er málið...hvert er málið...

Það er ekki margt sem getur æst mig upp úr skónum lengur, en illa máli farið fjölmiðlafólk fær mig til að öskra, og tapa skónum mínum.
Ég var að horfa á bretta keppni í sjónvarpinu þegar þulurinn sagði að einn keppandinn væri óskyggilega líkur vini sínum! Hvernig er hægt að vera óskyggilega líkur einhverjum?
Svo var auglýsing á hæfileikaríkasta bíl á markaðnum í dag! Hvernig getur bíll verið hæfileikaríkur?
Margt fleira væri hægt að nefna en ég er búin að slökkva á sjónvarpinu því ég get ekki hlustað á meiri vitleysu í dag.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Svo fín...

Heiðu leist illa á að gera hárið á mér blátt, svo við völdum næsta möguleika. Svo nú er ég LJÓSKA! Klipptum helling af hári í burtu (þó það sjáist varla). Ég er enn að drepast úr kvefi og ógeðslegri hálsbólgu, ekki gaman. Vonandi verð ég orðin hress á morgun því ég nenni þessu ekki lengur. Sólin mín líka orðin veik aftur :=( við erum frekar fúlar yfir því mæðgurnar... vorum að vonast eftir að veikinda stúss væri búið. Ætlaði að skrifa meira en held ég bíði með það því tengdapabbi er að missa sig á msn svo ég verð að sinna karlinum... later

Er ég að verða gömul...

það á að ferma dúlluna mína í vor, hún fór á fyrsta date-ballið í gær og "settið" var alveg í mínus! úff, tvær dætur að verða stórar. Skildi maður venjast því að börnin verða stærri og stærri en maður sjálfur stendur í stað? Ég held að okkur hafi þótt þetta meira mál núna en fyrir 3 árum. Hvernig í ósköpunum ætli við verðum þegar yngsta dóttirin fer á date. Svo kemur snúlli í restina en þá verð ég orðin svo gömul að hann má bara gera allt sem hann vill, (það segir elsta systir hans) en ég er ekki alveg sammála þar sem að ég verð ekki nema 39 ára þegar hann fermist (og fyrsta date-ballið í skólanum)... en flokkast víst sennilega sem eldri kona hjá unglingum.

Ég ákvað í gær að ég vildi breyta hárinu á mér eitthvað og pantaði því tíma hjá Heiðu minni. Datt svo í hug að spyrja karlinn hvernig lit ég ætti að fá mér, þið vitið ljóst, dökk, rautt eða... það eina sem honum datt í hug var BLÁTT ! Ég held ég spyrji einhvern annan næst, en ef ég kem heim með blátt hár þá vitiði hverjum það er að kenna!

mánudagur, febrúar 13, 2006

frábær helgi...

er nú að enda komin. Föstudagskvöldið var frábært í góðra vina hópi þar sem var etið, drukkið, spjallað og sungið í singstar. Laugardagur: Ægisstelpur skelltu sér á Hvolsvöll og unnu fótboltamót, fengu á sig 1 mark en skorðuð 13 eða eitthvað, misstum töluna. Þannig að Birna Rut kom heim með gullmedalíu um hálsinn. Á laugardagskvöldið sátu félagar leikfélagsins saman og horfðu á Hárið, síðan hélt þrísomið á Ráðhúskaffi í bjór og spjall. Sunnudagurinn var svo nýttur til að sinna fjölskyldunni og skelltum við okkur í sveitina til Péturs frænda og Charlotte, það var hin besta skemmtun og langt síðan við höfum heimsótt ættingja vora. Það stendur þó til bóta... ef maður gefur sér tíma. Þannig að helgin var bara hin skemmtilegasta.

Hulda mín þín var sárt saknað á föstudagskvöldið! þú bara verður að láta sjá þig í næsta hittingi.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Staðfesta...staðfesting...

Það er staðföst trú mín að ég sé rosalega klár! Dansfíflin eru að vísu búin að hrella mig síðan skólinn hófst, en ég hef jafnt og þétt reynt að ná tökum á þeim og kenna þeim að hegða sér vel.
Í gær fékk ég svo staðfestingu á því hversu klár ég er! Fékk 10 fyrir fyrsta skilaverkefni með dansfíflunum. Svo nú er bara að standa sig með framhaldið og fá ekki mikilmennsku brjálæði yfir því að vera svona klár ;=)

Staðfesta...staðfesting...

Það er staðföst trú mín að ég sé rosalega klár! Dansfíflin eru að vísu búin að hrella mig síðan skólinn hófst, en ég hef jafnt og þétt reynt að ná tökum á þeim og kenna þeim að hegða sér vel.
Í gær fékk ég svo staðfestingu á því hversu klár ég er! Fékk 10 fyrir fyrsta skilaverkefni með dansfíflunum. Svo nú er bara að standa sig með framhaldið og fá ekki mikilmennsku brjálæði yfir því að vera svona klár ;=)

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

af hverju þarf að gera mál úr öllu....

þó að einhver sé betri en þú, hafið það betra eða verra en þú. Hvað fær fólk til að koma af stað leiðinda sögum um annað fólk ?
Af hverju þarf að gera mál úr því þó að eitt lag fari í tölvupósti á milli vina ?
Ef þú vilt endilega taka þátt í Eurovision þá verðuru einfaldlega að semja gott og grípandi lag, það hefur Þorvaldi Bjarna og Silviu Nótt tekist, hættið þessari afbrýðisemi og sættið ykkur við að loksins er komið almennilegt lag! Það hefur ekki gerst síðan Páll Óskar brilleraði. Ég er ekki sérfróð um Eurovision keppnina en það hefur þó ekki farið fram hjá mér að taktur skiptir miklu, vögguvísur eiga ekki heima í þessari keppni. Muniði þegar Hægt og hljótt floppaði? Þau lög sem í boði eru núna minna skuggalega á það. Svo vonandi sér íslenska þjóðin ljósið og fattar að senda Silviu Nótt í keppnina þetta árið. Þá verður virkilega gaman að horfa á sjónvarpið, eitt er víst að það verður stuð í Eurovision partíum landsins!

Við hjónin fórum í góðra vina hópi á Þorrablót hér í þorpinu. Alveg hreint frábær skemmtun. Leikfélags krakkarnir stóðu sig frábærlega, það er alveg á hreinu að Daníel Haukur á heima í Eurovision í framtíðinni! Skemmtiatriðin voru að mestu góð, þó kom það leiðinlega á óvart að fullorðið fólk legðist svo lágt að gera grín að veikum einstaklingum. Það er sumt sem maður gerir bara ekki og sumt sem maður segir bara ekki! Það hefði sennilega þurft að minna einhverja á þessi orð: aðgát skal höfð í nærveru sálar! Það er eitt að gera grín og annað að vera illkvittinn! En annars var þetta hin ágætasta skemmtun. Spurning hvort að ekki sé kominn tími til að sumir í skemmtiatriðunum fari að hvíla sig og aðrir ferskari taki við, það má öllu ofgera.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

svo klár, svo ofsalega klár...

Ég hafði það af að gera verkefnið mitt! Þessi dansfífl í bókinni eru nú ekki sérlega góðir dansarar, en ég náði þessu þó. Var svona líka ánægð með að fyrsta verkefnið mitt væri 100% rétt að ég áhvað að ég væri rosalega gáfuð! Fletti svo á næsta verkefni og fékk þungt högg, dansfíflið sparkaði í mig... svonú verð ég að skreiðast áfram og reyna að ná tökum á fleiri dansfíflum. Ég er samt á þeirri skoðun að ég sé ofboðslega klár! - er bara ekki búin að finna þetta tölugen í mér!

Nú fer að líða að Þorrablóti og þorpið undirlagt af kjellum sem keppast við að punta sig, brjálað að gera á hárgreiðslustofum og snyrtistofum, svo verður Kringlan örugglega full af kjellum í kvöld... allar í leit að kjólum eða einhverju til að vera í. Ég gamla sérvitra kjellan ætla hins vegar að grafa eitthvað gamalt dress af ömmu út úr skáp hjá mér eða bara vera í sama átfittinu og um jólin... finnst svo leiðinlegt í búðum að það er eiginlega sárt (vantar búðarápsgen). Óska hinum kjellunum góðrar ferðar og vona að verslunareigendur taki vel á móti þeim og eigi eitthvað til að gleðja þær.