Hér vantar strætó...
Í dag vantar mig að komast á Selfoss til að kaupa mér garn, það fæst ekki garn í þessu þorpi! hvaða helv.. vitleysa er það? En það er ekki rúta og ég kemst ekki rassgat... vona svo sannarlega að Blámann fari að koma úr viðgerð svo ég geti farið þangað sem ég vil þegar ég vil. Ljóta djö..dellan að hér verði maður að eiga bíl til að komast eitthvað í burtu því samgöngur eru engar... Legg til að þetta verði tekið á stefnuskrá allra flokka fyrir kosningar! Hafið það í huga kæru vinir og ættingjar sem eruð í framboði - mitt atkvæði fá þeir sem gera eitthvað fyrir mig og mína í samgöngum og skólamálum...
Samfylkingin bauð mér að koma á stefnumótunarfund í gær á sama tíma og maturinn var hjá dóttlu, annars hefði ég nú skellt mér. Alltaf gaman þegar maður fær símtal frá forystumanni flokks og er boðið, þó svo að viðkomandi hafi haldið að ég væri "framsókn eins og pabbi" en ég gæti þá alveg eins verið "sjálfstæðis eins og tengdó" en ég benti á að ég væri sennilega pólitískt viðrini!